23.4.2011 | 13:44
Ruglaður Vilhjálmur.
Einfaldast of ódýrast er að hafa vegaskattinn í eldneytisverðinu. Það er hægt að hafa allar álögur fasta krónutölu inni í eldsneytisverðinu. Alþingi getur breytt því. Annars þarf að vera með gjaldlykla í öllum bílum, gjaldhlið út um allt og svo þarftu að kaupa áskrift að lyklunum og færs sektir þegar þú gleymir að fylla á hann. Þetta er bara rugl eins og svo margt sem kemur frá þessum manni
![]() |
Ríkið lækki bensínskatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2011 | 13:51
Frjáls fiskveiðiþjóð!
Íslendingar þurfa enga kvóta hvorki í aflamarki eða fiskveiðidögum.
Við getum gefið veiðar frjálsar á öll þau skip sem eru með haffærniskírteini núna í dag, sett bann við fjölgun skipa í 6 ár, en frjálsar handfæraveiðar á báta undir 10 metrum og undir 100 hö vélastærð með handknúnar rúllur.
Veiðar yrðu sjálfbærar í þeim skilningi að þegar veitt væri of mikið úr stofnum þá dregst afli saman og tap verður á óhagkvæmum útgerðum sem fara á hausinn, við það minnkar sóknin í fiskinn og veiðistofnar stækka. Þegar veiðistofnarnir stækka eykst veiðin og hagnaðurinn hjá þeim útgerðum sem eftir urðu. Þegar gróðinn eykst geta bankar selt skipin, sem þeir fengu við gjaldþrotin aftur, ef þeir meta það sé hagkvæmt.
Eftir 6 ára aðlögun ættu bankastofnanir vera komnar með yfirsýn yfir fiskveiðarnar.
Allur fiskur á markað bæði frosinn og ferskur. 6% gjald á markaðssöluverð ferskfisks og 3% á markaðssöluverð frosins fisks, sem auðlindargjald.
Veiðum stýrt eftir svæðum í sambandi við veiðafæri og friðun á viðkvæmun svæðum.
Bloggar | Breytt 26.4.2011 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hallgrímur Hrafn Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar